Víðistaðatún, stöðuleyfi, Víkingahátið
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 887
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Jökull Tandri Ámundason fh. Rimmugýgur áhugamannafélag sækir 8.6.2022 um stöðuleyfi á Víðistaðatúni vegna Víkingahátíðar í Hafnarfirði dagana 15-19. júní n.k. Uppsetning fyrir hátíðina fer fram dagana 13-14. júní.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 13- 19. júní en benda á að vegna afnota af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra sem og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.