Viðreisn, tillaga um heildstæða stefnumótun hjólreiðaáætlunar fyrir Hafnarfjarðarbæ
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 763
11. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. var tekið jákvætt í tillögu Viðreisnar um heilstæða stefnumótun hjólreiðaáætlunar og vísað til skipulags- og byggingarráðs til nánari úrvinnslu.
Viðreisn leggur fram tillögu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir Hafnarfjarðarbæ. Heildstæð hjólreiðaáætlun inniheldur eftirfarandi atriði: Stefnumótun og sýn fyrir Hafnarfjörð sem Hjólreiðabæ Áætlun um uppbyggingu stofnstíganets hjólreiða og uppbyggingu hjólaleiða almennt Áætlun um hjólastæði í bænum Áætlun um hjólaþjónustu í bænum Aðgerðaráætlun Fjárfestingaáætlun Kynningaráætlun til að auka hlutdeild hjólreiða
Svar

Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi: Vissulega þarf að gera skýra grein fyrir hjólreiðastefnu bæjarins í aðalskipulagi. Hins vegar er brýn þörf á að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun nú þegar, en ekki setja hana í bið þar til nýtt aðalskipulag tekur gildi, sem verður hugsanlega eftir 4-5 ár.
Aðalskipulag Hafnarfjarðar hefur hingað til eingöngu nefnt hjólreiðar í nokkrum setningum. Ætli bæjarfélagið að láta taka sig alvarlega þegar kemur að samgöngumálum þá er mikilvægt að í vinnu við nýtt aðalskipulag sé annars vegar sett fram heildarsýn í samgöngumálum bæjarins og hins vegar áætlanir um hvernig á að fylgja þeirri sýn eftir og þá fyrir alla ferðamáta.
Upplegg að vinnu við nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar þarf að taka á þessu máli með afgerandi hætti til að tryggja framgang raunverulegrar hjólreiðaáætlunar. Hins vegar er hægt að hefjast handa við fyrstu áfanga hjólreiðaáætlunar áður en heildarendurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.

Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að skipaður verði sérstakur starfshópur um hjólreiðaáætlun, með fulltrúum allra flokka, sem taki til starfa sem fyrst, með það fyrir augum að geta hafið innleiðingu á fyrstu áföngum hjólreiðaáætlunar á næstu misserum.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu fulltrúa Viðreisnar og samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem vinnur að hjólastefnu bæjarins vísar til sviðsstjóra að leggja fram erindisbréf á næsta fundi ráðsins.