Fyrirliggjandi tillögur eru lagðar fram og verða afgreiddar síðar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja auk þess fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að álagningstuðlar fasteignaskatta á einstaklinga og atvinnufyrirtæki verði lækkaðir fyrir árið 2023, þannig mikil hækkun fasteignamats (26,8% á fasteignir einstaklinga) leiði ekki sjálfkrafa til stóhækkunar á fasteignaskatti. Við það verði miðað að álögur verði þær sömu á árinu 2023 og voru á árinu 2022, að teknu tilliti til almennra verðlagsbreytinga."
Eins og kunnugt er hefur verið tilkynnt um verulega hækkun fasteignamats, að meðaltali um 26% í Hafnarfirði, sem að óbreyttu mun taka gildi frá og með áramótum 2023. Hér er um verulega íþyngjandi álögur fyrir fasteignaeigendur í bænum, einstaklinga og atvinnufyrirtæki. Almennt er talið að gríðarleg hækkun fasteignaverðs sé afleiðing verðbólgu umframeftirspurn og of lítið framboð fasteigna. Verðbólga á fleygiferð hefur þarna ennfremur neikvæð áhrif. Lítið framboð húseigna í Hafnarfirði á umliðnum árum, sem leiddi m.a. til fólksfækkun ar 2020, er þarna mikill áhrifavaldur. Vonir standa til þess að um "bóluhækkun" sé að ræða, sem muni ganga til baka á næstu misserum og fasteignaverð ná jafnvægi á nýjan leik. Og það leiði til jafnvægis á fasteignamati. Mikilvægt er hins vegar að verja skattgreiðendur ffyrir þessari sveiflu og því eigi Hafnarfjaðarbær að taka af öll tvímæli nú þegar og gefa bæjarbúum skýrt til kynna að auknar álögur verði ekki veruleiki á komandi ári. Í tillögunni er því gert ráð fyrir að við undirbúning fjárhagsáætlun bæjarins verði þessar forsendur borðliggjandi og öllum ljósar.
Fulltrúar meirihlutans fagna því að fulltrúar Samfylkingarinnar taki nú undir stefnu meirihlutans í álagningu fasteignagjalda. Eins og bæjarstjóri hefur þegar lýst yfir opinberlega er það stefna meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að lækka álagningarstuðla fasteignagjalda fyrir árið 2023 og koma þannig til móts fasteignaeigendur í bænum líkt og gert hefur verið undanfarin ár þegar hækkun fasteignamats hefur orðið.
Bæjarráð samþykkir að tillögunni verði vísað í fjárhagsáætlunargerð ársins 2023. Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.
Fulltrúar Samfylkingar koma þá næst að svohljóðandi bókun:
Bókun meirihlutans svarar ekki tillögu Samfylkingarinnar, heldur er um óskilgreint fyrirheit að ræða um lækkun fasteignaskatts. Tillaga Samfylkingarinnar er skýr og afdráttarlaus. Meirihlutinn er augljóslega ekki tilbúinn til að senda skýr skilaboð til bæjarbúa um skattálögur komandi árs. Mun Samfylkingin fylgja því fast eftir að að efnt verði fyrirheit um að "núlla" út gríðarlega hækkun fasteignamatsins við álögur komandi árs.
Fulltrúar meirihlutans koma þá næst að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans benda á að í nýjum málefnasamningi meirihlutans fyrir árin 2022-2026 er það skýrt tekið fram að haldið skuli áfram lækkun fasteignagjalda.