Lóðarverð, skoðun og samanburður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1895
27. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.september. Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá vegna lóðarverðs. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins. Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á gjaldskrá vegna lóðaverðs ásamt breytingum á samþykkt Hafnarfjarðarkaupstaðar um gatnagerðargjald. Tillögunum vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.
Svar

Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Einnig Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald og gjaldskrá um lóðarverð.