Til máls tekur Hildur Rós Guðbjargardóttir. Til andsvars kemur Hilmar Ingimundarson.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls.
Hildur Rós leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Síðasta kjörtímabil einkenndist af átökum um starfsemi leikskóla í boði meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Tekist var á um kjör ófaglærðs starfsfólks sem eru lakari í Hafnarfirði en í nágrannasveitarfélögunum. Einnig setti meirihlutinn starf leikskólans í uppnám með ákvörðun um sumaropnun leikskólans. Vinda verður ofan af þessum vinnubrögðum á þessu kjörtímabili. Skipan starfshóps um skipulag leikskóladagsins er vonandi skref í þá átt.
Svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar sem lagt var fram á fundi fræðsluráðs þann 21. sept. sl. leiddi í ljós að leikskólar í Hafnarfirði búa við mönnunarvanda. Í því kom fram að 11 af 17 leikskólum bæjarins eru ekki fullmannaðir og að enn átti eftir að ráða í 25 stöðugildi. Fjöldi fólks, bæði faglærðir og ófaglærðir, hefur sagt upp störfum í leikskólum bæjarins á síðustu árum. Mikilvægt er að bregðast við þessari stöðu með markvissum aðgerðum og skjótum hætti með það að markmið að bæta starfaðstæður leikskólastarfsfólks.
Hilmar Ingimundarson tekur máls.