Hamranes, farsímamastur, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 765
8. september, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi Hamranesnámu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð undir farsímamastur. Stærð lóðar verði 64m2 og byggingarreitur 36m2. Hæð masturs er 12 metrar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hamranesnámu vegna farsímamastur og vísar erindinu til staðfstingar í bæjarstjórn.