Frístundaheimili í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1896
12. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu.
Svar

Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson. Hilmar Ingimundarson tekur til máls og Árni Rúnar kemur til andsvar. Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls.

Þá tekur Hilmar Ingimundarson til máls öðru sinni.

Árni Rúnar Þorvaldsson kemur að svohljóðandi bókun:

Í svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar sem lagt var fram á fundi fræðsluráðs þann 21. september sl. kom fram að 91 barn væri á biðlista eftir plássi í frístund. Þar kom einnig fram að óráðið væri í 10,5 stöðugildi hjá frístundarheimilum í bænum. Þá var mánuður liðinn frá því grunnskólar voru settir. Það er ekki ásættanlegt hversu langan tíma tekur að fullmanna frístund í bænum og það kemur fyrst og fremst niður á börnum og barnafjölskyldum. Frístundarheimilin eru mikilvægur þáttur í þjónustu við börn og barnafjölskyldur og bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hvetja til þess að málefni frístundar verði tekin fastari tökum og allra leiða sé leitað til að leysa úr vanda þeirra.

Margrét Vala Marteinsdóttir kemur að svohljóðandi bókun.

Bæjarfulltrúar meirihluta bóka: Í minnisblaði sem lagt var fram þann 29. september varðandi mönnun frístundar kom fram að öll börn sem sótt var um áður en umsóknarfrestur var útrunninn hafa fengið pláss í frístund en í minnsiblaði kom einnig fram að verið væri að auglýsa eftir starfsfólki til að manna þær stöður sem vantaði fyrir börn sem sótt var um nú í haust þegar skólinn hófst. Fyrirliggjandi fyirspurn verði vísað til fræðsluráðs.