Árshlutareikningur 2022, uppgjör
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3609
22. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Árshlutareikninur 30.06.2022 lagður fram. Guðmundur Sverrisson og Andri Berg Haraldsson mæta til fundarins.
Svar

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:

Niðurstöður árshlutareiknings Hafnarfjarðarbæjar eru verulegt áhyggjuefni. Hallarekstur upp á rúman einn og hálfan milljarð króna er staðreynd og langt frá áformum sem finna má í fjárhagsáætlun bæjarins. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði hafa í sumar varað við erfiðri fjárhagsstöðu bæjarins og blikum á lofti í þeim efnum. Samfylkingin hefur kallað eftir viðbrögðum og tillögum meirihlutans í, en engin svör fengið. Fulltrúar meirihlutans hafa aftur á móti afneitað staðreyndum og sagt ástand fjármála bæjarins í góðu lagi.
Nú eru staðreyndir skýrar. Reksturinn skilar umtalsverðum halla upp á hálfan annan milljarð. Og aðeins hálft árið að baki.
Fyrirliggjandi eru fyrirheit um verulegar fjárfestingar á næstu mánuðum og misserum. Í þær verður tæpast ráðist nema fyrir lánsfé.
Því er spurt: Hvað ætlar meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að gera í málinu? Hverjar eru tillögur meirihlutans til að snúa þessari öfugþróun við og treysta fjárhagslegan rekstrargrundvöll bæjarins? Nú þegar þarf að bregðast við.