Ungmennaráð, tillögur 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1896
12. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram tillögur ungmennaráðs 2022.
Svar

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar fer yfir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að þær verði afgreiddar þannig:

1. Leikvellir og leiktæki í Hafnarfirði

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að leikvellir og leiktæki í Hafnarfirði verði gerð upp og
þeim fjölgað.

Vísað til Umhverfis- og framkævmdaráð.

2. Aukin áhrif Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í fræðsluráði bæjarins.

Vísað til fræðsluráðs og einnig vísað til bæjarráðs.

3. Samræmt einkunnakerfi í grunnskólum Hafnarfjarðar

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að einkunnagjöf í grunnskólum Hafnarfjarðar sé samræmd svo það sé á hreinu hvað hver bókstafur í einkunnakerfinu merkir.

Vísað til fræðsluráðs.

4. Aðstaða fyrir valgreinar í grunnskólum Hafnarfjarðar

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að boðið verði upp á betri aðstöðu fyrir valgreinar í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Vísað til fræðsluráðs.

5. Fleiri ruslatunnur í Hafnarfirði

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ruslatunnum verði fjölgað í Hafnarfirði.

Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

6. Betri og ódýrari Strætó

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að fargjöld Strætó verði endurskoðuð með því markmiði að lækka samgöngukostnað barna og ungmenna. Þá vill ungmennaráð að leiðakerfi Strætó verði bætt með tíðari ferðum.

Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

7. Samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að bæjarstjórn hafi meira samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar og hleypi því í auknum mæli að borðinu þegar verið er að taka ákvarðanir sem
hafa áhrif á ungmenni í bænum.

Vísað til fræðsluráðs og einnig vísað til bæjarráðs.

8. Staða hinsegin ungmenna í Hafnarfirði

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að bærinn ráðist í aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin ungmenna í Hafnarfirði.

Vísað til fræðsluráðs.

9. Betri og hollari skólamat fyrir börn

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ráðist verði í endurskoðun á fyrirkomulagi skólamáltíða í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar með því markmiði að bjóða upp á hollari mat og meira grænmetisfæði.

Vísað til fræðsluráðs.

10. Skapandi sumarstörf allt árið um kring

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að bærinn bjóði upp á skapandi störf fyrir ungmenni allt árið um kring, að fyrirmynd Skapandi sumarstarfa sem boðið er upp á hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

Vísað til fræðsluráðs.

11. Betri kynfræðsla í grunnskólum

Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ráðist verði í endurskoðun á kynfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar svo allir nemendur fái betri fræðslu fyrr á skólagöngunni.

Vísað til fræðsluráðs.

12. Eftirfylgni á tillögum ungmennaráðs

Ungmennaráð Hafnarfjarðar hvetur bæjarstjórn til að fylgja betur eftir tillögum ráðsins og
tryggja að farið sé eftir samþykktum tillögum.

Vísað til bæjartstjóra og einnig vísað til bæjarráðs.

Til máls taka Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Valdimar Víðisson, Stefán Már Gunnlaugsson, Jón Ingi Hákonarson. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson sem leggur einig fram tillögu um að tillögum 2, 7 og 12 verði einnig vísað til bæjarráðs.

Þá tekur Margrét Vala Marteinsdóttir til máls. Einnig Hilmar Ingimundarson.

Kristinn Andersen ber upp framkomna tillögu um að tillögum 2, 7 og 12 verði einnig vísað til bæjarráðs og er það samþykkt samhljóða ásamt fyrirliggjandi tillögum ungmennaráðs.