Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum þ. 12.október sl. eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: 2. Aukin áhrif Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í fræðsluráði bæjarins. Vísað til fræðsluráðs og einnig vísað til bæjarráðs.
Svar
Bæjarráð þakkar ungmennaráði fyrir tillöguna. Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna. Fræðsluráð er að funda með ungmennaráði þann 1. nóv. nk þar sem þessi tillaga verður m.a. rædd og útfærð betur.