Fyrirspurn
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela fræðsluráði nú þegar að undirbúa og skipuleggja fræðsluátak fyrir grunnskólanemendur í Hafnarfirði, sem beinist gegn ofbeldi og einelti barna og ungmenna í skólum og utan skólatíma. Markmið átaksins verði að skapa vitundarvakningu í bænum hjá ungmennunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum bæjarbúum gagnvart ofbeldishegðun og einelti. Að átakinu verði kallaðari sérfræðingar, skólayfirvöld, íþróttafélögin í bænum, æskulýðsfélög, Foreldraráð Hafnarfjarðar, foreldrafélög grunnskólanna og Ungmennaráð Hafnarfjarðar og aðrir hlutaðeigandi aðilar. Nemendafélög skólanna verði virkir þátttakandur í átakinu.