Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Einnig tekur Árni Rúnar Árnason til máls og leggur til að síðasta setning fyrirliggjandi tillögu verði felld út.
Framkomin tillaga er samþykkt samhljóða og er fyrirliggjandi tillaga því samþykkt svo breytt og hljóðar þá svo:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Bláfjallavegur verði opnaður hið fyrsta. Þeim eindregnu tilmælum er beint til Vegagerðarinnar, sem er veghaldara, að á næstu mánuðum verði vegurinn lagfærður og komið í viðunandi ástand gagnvart umferð, öryggismálum, vatnsvernd og öðru sem gæta þarf að. Einnig verði tryggt fjármagn til viðhalds vegarins og snjómoksturs á vetri komanda.
Árni Rúnar Árnason kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:
Vert er að upplýsa um það að á bæjarstjórnarfundi þann 23. febrúar sl. var ítrekuð beiðni bæjarins til Vegagerðarinnar um að hafinn yrði undirbúningur að endurbótum á Bláfjallavegi syðri svo hægt verði að opna vegarkaflann á nýjan leik. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði telja mikilvægt í ljósi umferðaröryggissjónarmiða að leiðin verði opnuð. Gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að öryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi og það er því áréttað að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna Vegagerðarinnar í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu. Málið var tekið aftur upp í Umhverfis- og framkvæmdaráði þann 15. júní sl. undir liðnum Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins og vísað til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri SSH hefur hafið undirbúning þessa og mun boða til fundar á allra næstu viku.
svo hægt verði að opna veginn sem fyrst.