Opnun Bláfjallavegar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1897
26. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Bláfjallavegur verði opnaður hið fyrsta. Þeim eindregnu tilmælum er beint til Vegagerðarinnar, sem er veghaldara, að á næstu mánuðum verði vegurinn lagfærður og komið í viðunandi ástand gagnvart umferð, öryggismálum, vatnsvernd og öðru sem gæta þarf að. Einnig verði tryggt fjármagn til viðhalds vegarins og snjómoksturs á vetri komanda. Opnun verði eigi síðar en um áramót."
Greinargerð:
Bláfjallavegur er leið Hafnfirðingar og Suðurnesjabúa að skíðasvæðum í Bláfjöllum. Auk þess er vegurinn mikilvæg öryggisleið ef vá steðjar að. Veginum var lokað 4.febrúar 2020 vegna vatnsverndarsjónarmiða, en lítill hluti vegarins þarf upphækkun og endurbætur til að tryggja öryggi í þeim efnum. Lokunin 2020 var tímabundin og átti að rannsaka ýmsa þætti á meðan lokunin stæði yfir, svo sem úrræði til að tryggja vatnsvernd. Væntanlega liggur sú úttekt fyrir hjá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og fleiri sveitarfélaga, þótt ekki hafi verið birt Þá er mikilvægt að eiga samstarf við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og fleiri sveitarfélaga um mótvægisaðgerðir til að tryggja vatnsvernd. Úrræði í þeim efnum eru m.a. hækkun vegar á nokkur hundruð metra kafla, olíguldrur og bann við akstri stærri bifreiða, svo sem flutningabíla. Enda er vegurin ekki hannaður eða ætlaður fyrir akstru slíkra bifreiða.
Svar

Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Einnig tekur Árni Rúnar Árnason til máls og leggur til að síðasta setning fyrirliggjandi tillögu verði felld út.

Framkomin tillaga er samþykkt samhljóða og er fyrirliggjandi tillaga því samþykkt svo breytt og hljóðar þá svo:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Bláfjallavegur verði opnaður hið fyrsta. Þeim eindregnu tilmælum er beint til Vegagerðarinnar, sem er veghaldara, að á næstu mánuðum verði vegurinn lagfærður og komið í viðunandi ástand gagnvart umferð, öryggismálum, vatnsvernd og öðru sem gæta þarf að. Einnig verði tryggt fjármagn til viðhalds vegarins og snjómoksturs á vetri komanda.

Árni Rúnar Árnason kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

Vert er að upplýsa um það að á bæjarstjórnarfundi þann 23. febrúar sl. var ítrekuð beiðni bæjarins til Vegagerðarinnar um að hafinn yrði undirbúningur að endurbótum á Bláfjallavegi syðri svo hægt verði að opna vegarkaflann á nýjan leik. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði telja mikilvægt í ljósi umferðaröryggissjónarmiða að leiðin verði opnuð. Gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að öryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi og það er því áréttað að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna Vegagerðarinnar í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu. Málið var tekið aftur upp í Umhverfis- og framkvæmdaráði þann 15. júní sl. undir liðnum Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins og vísað til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri SSH hefur hafið undirbúning þessa og mun boða til fundar á allra næstu viku.
svo hægt verði að opna veginn sem fyrst.