Til máls tekur Jón Grétar Þórsson.
Einnig Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir sem og Guðmundur Árni Stefánsson.
Rósa Guðbjartsdóttir tekur þá til máls og Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Rósa svarar.
Þá tekur Margrét Vala Marteinsdóttir til máls. Einnig tekur Árni Rúnar til máls.
Forseti ber þá næst upp fyrirliggjandi tillögu að ályktun og er hún samþykkt með 5 atkvæðum frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar en fulltrúar meirihluta sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Margrét Vala Marteinsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:
Málaflokkur fatlaðs fólks og fjármögnun hans, var í forgrunni á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nýlega og kom þar meðal annars fram að vinna við að auka fjárframlög til málaflokksins væri á lokametrunum.
Eins og kunnugt er vinnur nú starfshópur á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra að tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og er stefnt að því að þær líti dagsins ljós í desember næstkomandi.
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru bjartsýnir á að sú vinna og tillögur skili góðri niðurstöðu fyrir sveitarfélögin.
Brýnt er að gæta varfærnis í opinberri umræðu um málaflokkinn, m.a í ályktunum, af virðingu við þjónustunotendur málaflokksins.