Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 770
3. nóvember, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða í Hamranesi. Drög að lýsingu lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fulltrúi Viðreisnar bókar:
Sú staða sem komin er upp felur í sér að íbúðir verða um 27% fleiri en gildandi aðalskipulag sagði til um. Minnt er á að skv. lögum á að gera deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag en ekki öfugt. Þessi staða bendir til agaleysis í skipulagsmálum og skorts á yfirsýn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld kasta frá sér skipulagsvaldinu í hendur byggingaraðila og umturna þar með þeim grunnhugmyndum sem búið var að samþykkja að vinna eftir.og er skemmst að minnast eyðileggingar á rammaskipulagi Hrauns Vesturs.

Úr því sem komið er getur verið nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi á Hamranessvæðinu, en hvatt er til þess að þeirri breytingu verði stillt í hóf.

Auk þess er nauðsynlegt að skoða á þessum tímapunkti hvernig staða verslunar og þjónustu er á svæðinu miðað við þau frávik sem hafa orðið frá upphaflegum skipulagshugmyndum. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar geti sótt helstu þjónustu í nærumhverfi, en það stuðlar bæði að velferð íbúa og almennri umhverfisvernd.