Hafravellir 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 229
23. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lóðarleigusamningur gerir ráð fyrir að húsið verði fullgert að utan fyrir 1. nóvember 2008. Framkvæmdir eru ekki hafnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 22.04.2009 eftir upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir innan tveggja vikna. Svar hefur ekki borist. Þar sem frágangur á aðliggjandi lóð er háður því að gengið sé frá lóðinni og kvartanir hafa borist frá þeim lóðarhafa, telur skipulags- og byggingarfulltrúi brýnt að það verði gert hið fyrsta. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 13.05.2009 málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um að tillaga verði gerð til bæjarráðs um að endurúthluta lóðinni berist ekki viðhlítandi svar frá lóðarhafa innan tveggja vikna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð vísar í bókun frá 26. maí sl. og leggur til við bæjarráð að lóðinni að Hafravöllum 4 verði endurúthlutað.