Skipulags og byggingarráð telur mikilvægt að hugað verði að frágangi strandstígs meðfram Norðubakka og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012/2013. Tenging Norðubakka við miðbæjarsvæðið þarf að styrkja umfram það sem nú er og skal þá horft til þess að útfæra göngubraut yfir á svokallaðan R2 reit í skipulagi miðbæjar. Um leið þarf að skoða áframhald göngustígs og umferð gangandi vegfarenda yfir bílastæði og yfir á Fjarðargötu. Skipulags og byggingarsviði falið að gera tillögu að útfærslu gönguleiða. Þá er sviðinu falið að kanna hvort hægt sé að auka við almenningssvæði í núgildandi skipulagi við Norðurbakka.