Jarðvegstippur deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 266
18. janúar, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Formu ehf að deiliskipulagi opins svæðis til sérstakra nota við Hamranes og Vatnshlíðarhnúk dags. 23.04.2010 ásamt skilmálum og skýringaruppdráttum. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997.   Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag opins svæðis til sérstakra nota við Hamranes og Vatnshlíðarhnúk dags. 23.04.2010 ásamt skilmálum og skýringaruppdráttum  og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997."