Sléttuhlíð deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1646
10. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð SBH frá 2.nóv. sl. Tekið fyrir að nýju deiliskipulag svæðisins, sem var staðfest með birtingu í b-deild Stjórnartíðinda 19.02.2007. Um er að ræða leiðréttingu á orðalagi til samræmis við breytingu á aðalskipulagi svæðisins, sem staðfest með birtingu í b-deild Stjórnartíðinda 20.04.2010. Tillagan dags. 29.07.10 var auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemd barst. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviði að svari við athugasemdinni. Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir skipulagið og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir deiliskipulag fyrir Sléttuhlíð dags. 29.07.10 og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.   Forseti tók við fundarstjórn að nýju.