Skipulags- og byggingarráð bendir á að Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi þá breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum sem samþykkt fyrsta liðar fundar 259 frá 13. maí 2009 byggir á. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir þau byggingarleyfi sem fram koma í A-hluta fundargerða frá afgreiðslufundum byggingarfulltrúa frá 13.05.2009 og 20.05.2009 að undanskildum lið 1 í fyrri fundargerðinni, Herjólfsgata 30 niðurrif, og er því máli vísað aftur til skipulags- og byggingarfulltrúa."