Kirkjuvellir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Fjölbýlishús. Framkvæmdaraðili Þrastarverk ehf. Skipulagi breytt 21.12.2005 og húsið hækkað um eina hæð. Byggingarleyfi samþykkt 31.08.2005. Borist hefur tölvupóstur frá stjórn húsfélagsins varðandi galla í húsinu og óskað er eftir að lokaúttekt fari fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 28.01.2009 til byggingarstjóra hússins að gera grein fyrir og bæta úr þeim göllum sem taldir eru upp innan fjögurra vikna. Enn fremur var honum bent á að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Svar hefur ekki borist. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð beinir því til byggingarstjóra Kirkjuvalla 5 að gera grein fyrir og bæta úr þeim göllum sem taldir eru upp í bréfi húsfélagsins innan fjögurra vikna. Enn fremur er honum bent á að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð leggja til við bæjarstjórn að beitt verði úrræðum í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að boða byggingarstjóra til viðtals ásamt úttektaraðila.