Strandgata 86 - 94 Drafnarreitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 356
14. október, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu þróun svæðis frá Suðurbakka að sjóvarnargarði norðan Slippsins. Tillaga að verkefnalýsing lög fram. Lagt er til að framlögð verkefnalýsing verði samþykkt og ráðinn verði verkefnastjóri á forsendum verkefnalýsingarinnar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða verkefnalýsingu og að ráðinn verði verkefnastjóri á forsendum hennar. Stefnt er að því að starfshópurinn verði fullskipaður eigi síðar en 3. nóvember nk. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að unnið verði í nánu samstarfi við lóðarhafa og hagsmunaaðila á svæðinu, sem kallaðir verði á fundi verkefnastjóra/hópsins eftir atvikum. Sviðstjóra skipulags- og byggingarsviðs er falið að ganga frá samningi við væntanlegan verkefnastjóra á grundvelli verkefnalýsingar í samráði við hafnarstjóra. Samningur við verkefnastjórann verður lagður fram á næsta fundi skipulags- og byggingarráðs. Sviðsstjóra er jafnframt falið að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshópinn í samræmi við "Reglur fyrir starfsnefndir á vegum skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar" frá 14. desember 2010. Sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs verður tengiliður sviðsins varðandi verkefnið. Jafnframt er því beint til hafnarstjórnar að skipa fulltrúa í starfshópinn.