Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða verkefnalýsingu og að ráðinn verði verkefnastjóri á forsendum hennar. Stefnt er að því að starfshópurinn verði fullskipaður eigi síðar en 3. nóvember nk. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að unnið verði í nánu samstarfi við lóðarhafa og hagsmunaaðila á svæðinu, sem kallaðir verði á fundi verkefnastjóra/hópsins eftir atvikum. Sviðstjóra skipulags- og byggingarsviðs er falið að ganga frá samningi við væntanlegan verkefnastjóra á grundvelli verkefnalýsingar í samráði við hafnarstjóra. Samningur við verkefnastjórann verður lagður fram á næsta fundi skipulags- og byggingarráðs. Sviðsstjóra er jafnframt falið að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshópinn í samræmi við "Reglur fyrir starfsnefndir á vegum skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar" frá 14. desember 2010. Sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs verður tengiliður sviðsins varðandi verkefnið. Jafnframt er því beint til hafnarstjórnar að skipa fulltrúa í starfshópinn.