Klukkuberg 32
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 443
16. janúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun frá nágrönnum vegna slæms frágangs og slysahættu af byggingarframkvæmdum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.04.2009 eiganda og byggingarstjóra skylt að bæta úr þessu innan tveggja vikna. Yrði ekki úr því bætt innan tilskilins frests mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um dagsektir í samræmi við 57 gr. skipulags- og byggingarlaga. "Skipulags- og byggingarráð gerði 26.05.2009 eiganda og byggingarstjóra skylt að bæta úr umgengni á lóðinni innan tveggja vikna. Verði ekki úr því bætt innan tilskilins frests mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57 gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki var brugðist við því. Bæjarstjórn samþykkti dagsektir á eiganda og byggingarstjóra frá og með 01.09.2009. Eignin er komin í eigu Frjálsa Fjárfestingarbankans. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.03.10 nýjum eiganda skylt að ganga þannig frá innan fjögurra vikna að ekki stafi slysahætta af og ekki sé til óprýði. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu og kvörtun barst á ný 15.01.2013.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir Frjálsa Fjárfestingabankanum eða umsýsluaðila hans skylt að ganga frá húsinu þannig að ekki stafi hætta af í samræmi við grein 3.10.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda kr. 20.000 á dag skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.