Reykjanesbraut , deiliskipulag
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1709
4. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð SBH frá 27.ágúst sl. Lagðar fram lýsingar á umhverfisskýrslum dags. 23.05.13 fyrir báða hluta deiliskipulagsins og umsögn Skipulagsstofnunar um þær dags. 12.07.13. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðar lýsingar á umhverfisskýrslum og að meðferð málsins verði skv. 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingar á umhverfisskýrslum fyrir deiliskipulag Reykjanesbrautar, annars vegar frá Kaldárselsvegi til Strandgötu og hins vegar frá Strandgötu að Krýsuvíkurvegi, báðar dagsettar 23.05.13, og að meðferð málsins verði skv. 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182