Reykjanesbraut , deiliskipulag
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 339
28. janúar, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga Landmótunar f.h. Vegagerðarinnar dags. að breytingu á deiliskipulagi fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar milli Strandgötu og Krýsuvíkurvegar. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi dagsettu 18.12.2007. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð deiliskipulögunnar og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Deiliskipulagan var auglýst frá 5.7. til 17.8.2012. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsstofnun gerði 03.10.12 athugasemd við málsmeðferð , þar sem umhverfisskýrsla hafði ekki verið kynnt jafnframt skipulaginu. Lögboðnu ferli varðandi lýsingu á umhverfisskýrslu er lokið. Lögð fram umhverfsisskýrsla Mannvits dags. Nóvember 2013 og deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 28.02.11.
Svar


Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umhverfisskýrslu til auglýsingar og framlagðan deiliskipulagsuppdrátt til endurtekinnar auglýsingar skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182