Helluhraun 2
Helluhraun 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 405
18. apríl, 2012
Annað
Fyrirspurn
Jón Davíð Pétursson Flatahrauni 16 kvartar með tölvupósti dags. 14.04.2008 yfir umgengni á lóðinni Helluhraun 2. Eigendum húsnæðisins hefur áður verið bent á að fjarlægja gáma á lóðinni sem ekki er leyfi fyrir, og gefinn kostur á að tjá sig um málið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði tillögu til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagsektum verði gámarnir ekki fjarlægðir. Húseigendum var gefinn frestur til 30. apríl að tjá sig um málið. Bréf barst frá lóðarhafa dags. 29.04.2008, þar sem lofað var að ganga frá lóðinni í viðunandi horf. Ekkert hefur gerst í málinu, og er lóðin ein af 8 verst útlítandi í hverfinu. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 21.04.2010 húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Bréf dagsl 29.04.2008 barst bréf frá eiganda þar sem lýst var ásetningi um að bæta umgengni á lóðinni, helluleggja og fá hönnuð til að skipulaggja lóðina. Síðan hefur ekkert gerst. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 26.05.11 og lagði dagsketir á eiganda 06.10.2011. Dagsektum var frestað, en ekki hefur komið nein lausn á málið.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda Magna ehf kr. 20.000 á dag frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 2. mgr. 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.