Fyrirspurn
Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þótt það sé í fullri notkun. Fokheldisúttekt var synjað 21.01.09. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja að nýju um fokheldisúttekt. Yrði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mundi byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi tilkynnti 22.02.12 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.09.12, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.