Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt fyrirkomulag á fundum undirbúningshópsins, þannig að verkefnisstjóri umferðarmála á umhverfis- og framkvæmdasviði, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs og fulltrúi lögreglunnar skipa hópinn. Fundargerðir koma til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og umferðarhópurinn vísar þeim málum til afgreiðslu ráðsins sem hann telur þörf á. Einnig getur ráðið tekið einstök mál að eigin frumkvæði. Hópurinn skal funda einu sinni í mánuði.