Kapelluhraun 1.áfangi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1751
16. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð SBH frá 1.sept. sl. Tekinn fyrir að nýju uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs sem sýnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 10.10.2008. Skoðað verði hvort nokkrar af stærri lóðum hverfisins geti verði með lægra nýtingarhlutfall, t.d. 0,25, og henti þá fyrirtækjum sem þurfa mikið útisvæði og lítið byggingarmagn. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarfulltrúa að svari við innkominni athugasemd.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa og samþykkir deiliskipulagið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið skv. 42. gr sömu laga. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 12.12. 2013 og að erindinu verði lokið skv. skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.