Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 321
30. apríl, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. þar sem gerð er athugasemd um ósamræmi milli deiliskipulagsins og Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 m.s.br. fyrir Suðvesturlínur. Uppdrátturinn hefur verið lagfærður til samræmis við athugasemdirnar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir þær leiðréttingar sem gerðar hafa verið á skipulagsuppdrættinum og áréttar að þær eru í fullu samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðvesturlínur, sem er síðasta aðalskipulagsbreyting sem snertir svæðið. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir leiðréttan deiliskipulagsuppdrátt fyrir Skarðshlíð, áður Velli 7. Greinargerð áður samþykkt."