Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.
Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi frestunartillögu:
"Tillaga um frestun á lið 4. SB060858 - Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkstin óska eftir að afgreiðslu deiliskipulagsins verði frestað þar til Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða í hverfinu liggur fyrir.
Rökstuðningur:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um Hagkvæmnigreiningu á úthlutun lóða á Völlum 7 þann 5.12.2012 sem var í framhaldinu vísað til bæjarráðs. Sú úttekt liggur enn ekki fyrir en skv upplýsingum frá bæjarstjóra þá er hún á lokametrunum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að þetta liggi fyrri áður en frekari ákvarðanir eru teknar með Skarðshlíð (áður Velli 7) og óska því eftir að endanlegri afgreiðslu málsins verði frestað þar til hagkvæmniúttektin liggur fyrir."
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Geir Jónsson (sign),
Helga Ingólfsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign).
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd.
Gengið til atkvæðagreiðslu um frestunartillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks. 5 greiddu atkvæði með tillögunni, 6 greiddu atkvæði á móti og var því tillagan felld.
Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagða tillögu sem vísað var úr skipulags- og byggingarráði til bæjarstjórnar. 6 greiddu atkvæði með tillögunni, 5 sátu hjá.
Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna vilji ekki fresta afgreiðslu málsins. Það hefur lengi legið fyrir það mat bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins að Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða á Völlum 7 þurfi að liggja fyrir þegar frekari ákvarðanir eru teknar um framtíð hverfisins. Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins eru efnislega samþykkir þeim breytingum á deiliskipulaginu sem hér eru lagðar fram en vilja sjá heildarmyndina áður en haldið er lengra með málið."
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Geir Jónsson (sign),
Helga Ingólfsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign).
Gert stutt fundarhlé.
Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna telja jákvætt að unnin sé greinin á hagkvæmni í tengslum við útlhlutun lóða í Hafnarfirði og fagna því að samstaða virðist vera um skipulagsbreytingar í fyrrum Völlum 7, nú Skarðshlíð.
Úthlutun lóða er hins vegar sjálfstæð ákvörðun og sem fer í gegnum bæjarráð og telja fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að það hafi í raun ekki með deiliskipulagið sjálft að gera heldur framkvæmd þess, enda eru um að ræða breytingar á deiliskipulagi sem þegar er samþykkt í bæjarstjórn. Æskilegt er að hagkvæmnigreining liggi fyrir þegar farið verður í úthlutun lóða á vettvangi bæjarráðs."
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign),
Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign), Guðný Stefánsdóttir (sign).