Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 251
11. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga að breytingu á fjölbýlishluta deiliskipulagsins sem staðfest var 10.03.2008. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á ferli og kostnaði við breytingartillöguna.
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók á ný sæti á fundinum.   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagshöfundi að vinna áfram framlagða breytingartillögu að deiliskipulaginu og undirbúa hana til auglýsingar skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga á næsta fundi.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna taka undir að farið verði í frekari vinnu vegna deiliskipulagsins en ítreka þá skoðun sína að full ástæða hefði verið til að hafa fulltrúa minnihlutans með í ráðum við undirbúning málsins. Skipulags- og byggingarráð fékk ákvörðun um breytingar aldrei til formlegrar umsagnar eða afgreiðslu eins og venja er í mikilvægum málum. Ekki sé nóg að viðhafa samráð og samvinnu í orði en ekki á borði.    Fulltrúar Samfylkingar meta það svo að fullt samráð hafi verið haft við minnihlutann sbr. minnisblað sviðsstjóra um ferli málsins sem hófst á vordögum 2009. Það vekur furðu Samfylkingarinnar að minnihlutinn skuli ekki skoða ferli málsins hingað til sem formlegt auk þess sem nú er verið að ákveða að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulaginu.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna gera sér grein fyrir ferli málsins og þeim umræðum sem áttu sér stað en ítreka að engin ákvörðun var tekin um að farið yrði í kostnaðarsama vinnu arkitekta við breytingar á deiliskipulagi á Völlum 7, sem nú þegar nemur rúmri einni milljón króna.   Fulltrúar Samfylkingar benda á að sú vinna sem hefur farið fram við skoðun á skipulaginu hefur fallið undir liðinn tilfallandi verkefni sem í þessu tilfelli var notaður til að bregðast við óskum MIH og skipulagshöfundur fenginn til verksins. Þetta á minnihlutinn að vera meðvitaður um.    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir:Formaðurinn er skemmtilegur.   Formaður ráðsins þakkar hólið.