Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1767
8. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Liður 2 úr fundargerð SBH frá 31.maí sl. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016 varðandi skipulagsbreytingar í Skarðshlíð.
Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016, samþykkir skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar fyrir sitt leiti breytt deiliskipulag Skarðshlíðar sem samþykkt var 10.06.2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallarbraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opins svæðis sem merkt er HVa9 á aðalskipulagsuppdrætti 2013-2025. Uppdráttur Yddu arkitektar ehf. að breyttu deiliskipulagi er dags. 19.02.2016.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 30. maí 2016 samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga (eða laga nr. 123/2010). Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og 4 sitja hjá.