Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1703
8. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð SBH frá 30.apríl sl. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. þar sem gerð er athugasemd um ósamræmi milli deiliskipulagsins og Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 m.s.br. fyrir Suðvesturlínur. Uppdrátturinn hefur verið lagfærður til samræmis við athugasemdirnar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir þær leiðréttingar sem gerðar hafa verið á skipulagsuppdrættinum og áréttar að þær eru í fullu samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðvesturlínur, sem er síðasta aðalskipulagsbreyting sem snertir svæðið. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir leiðréttan deiliskipulagsuppdrátt fyrir Skarðshlíð, áður Velli 7. Greinargerð áður samþykkt."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.