Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson og leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
"Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta höfunda breytinga á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við tré eða steiningu á sjö hús. Samþykkt tillaga skipulags- og byggingarráðs fækkar þessum húsum í þrjú og einungis sé val um tré klæðningu á fjórum. Lagt er til í texta í kafla um efni og liti í skipulagsskilmálum komi: Yfirborðsfrágangur fjöleignahúsa F13, F17, F22 og F24 skal vera með tré eða steinað í gul/brúnni steiningu."
Til máls tekur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur Eyrún Ósk Jónsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.
Breytingartillaga bæjarfulltrúa Ólafs Inga Tómassonar er borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með 6 atkvæðum, 5 greiða atkvæði með tillögunni.
Deiliskipualagstillagan er borin upp til atkvæða og er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson leggur fram eftirfarandi bókun.
"Fyrirséð er að timburklæðing kallar aukið viðhald og hleypir íbúðarkostnaði upp. Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta, höfunda breytingar á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við timbur eða steiningu á sjö húsum, nú er búið að samþykkja að notað verði eingöngu timbur á fjögur þriggja hæða fjöleignarhús. Ekki eru dæmi um það á höfuðborgarsvæðinu að sambærileg fjöleignarhús séu klædd með timbri að öllu leyti og vandfundin nýleg sérbýli sem eru einungis klædd timbri. Undirritaður harmar að fara eigi í tilraunastarfssemi sem þessa þar sem húsin munu fljótt láta á sjá undan íslenskri veðráttu.