Aðalskipulag Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1658
4. maí, 2011
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð SBH frá 26.apríl sl. Tekið til umræðu skipulag svæðis vestan Straumsvíkur sem frestað var til 4 ára í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025. Frestunin rennur út 18.05.11. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 08.04.11, þar sem fram kemur það álit að málsmeðferð skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 eigi ekki við, og þar með beri ekki að auglýsa frestunina. Bent er á 35. grein skipulagslaganna. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fresta aðalskipulagi svæðisins enn um 4 ár skv. heimild í 33. grein skipulagslaga nr. 123/2010, og vísar málinu að öðru leyti til endurskoðunar Aðalskipulags Hafnarfjarðar sem Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 30.06.10 að hafin skyldi vinna við. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fresta hluta Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005 - 2025, svæði vestan Straumsvíkur, enn um 4 ár skv. heimild í 33. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Fyrsti varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.   Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.