breyta verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, byggja skúr á baklóð
Grundarstígur 2A 01.18.330.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 597
27. júlí, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til niðurrifs á þegar fjarlægðum bakskúr og fyrir endurbyggingu hans í sömu mynd sbr. fsp. BN039934 og breytinga á 1. hæð þar sem íbúð er innréttuð í stað verslunar sbr. fsp. BN039737 í íbúðarhúsi á lóð nr. 2A við Grundarstíg.
Meðfylgjandi er leyfisveiting flestra eigenda Grundarstígs 2 dags. 9. nóv. 2009, viljayfirlýsing eigenda Grundarstígs 2A dags. 3. nóv. 2009, viljayfirlýsing flestra eigenda Grundarstígs 4, dags. 9. nóv. 2009 og mótmæli Trausta Ottesen, eins eiganda Grundarstígs 2, dags. 2. des. 2009. Einnig samþykki 0202 íbúðareiganda Grundarstíg 2A frá 3. nóv. 2009 dregið til baka með tölvupósti 21. des. 2009. Meðfylgjandi er einnig samþykki Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur vegna glugga út á lóð nr. 25 við Þingholtsstræti.
Viðbygging á baklóð 41,6 ferm. var rifin og byggð ný í sömu stærð.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 7.700
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101956 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010980