mæliblað
Hestháls 14 - Krókháls 7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 15 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 570
12. janúar, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðanna Hestháls 14 og Krókháls 7 og skipta lóðinni Hestháls 14 í tvær lóðir, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 5. janúar 2010. Lóðin Hestháls 14 breytist úr 31872 ferm í 25765 ferm og lóðin Krókháls 7 breytist úr 20937 ferm í 20005 ferm. Ný lóð verður 5585 ferm og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í borgarráði 15. nóvember 2007 og á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 4. júlí 2008 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 1. ágúst 2008.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.