Frestað.
Fyrirspurn þessi var til umfjöllunar á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 29. júní 2010. Þá var tekið jákvætt í erindið og bókað að sækja þyrfti um byggingarleyfi og leyfisumsókn skyldi fylgja viðeigandi samþykki meðeigenda. Enn hefur ekki verið lögð fram byggingarleyfisumsókn en framkvæmdum við stækkun svalanna var þó lokið þar sem það verk var unnið samhliða byggingu þess hluta sem byggingarleyfi hafði áður verið samþykkt. Stækkun svalanna og gerð skjólveggjar á norðurhlið þeirra er því óleyfisframkvæmd sem fjarlægja verður samkvæmt nánari ákvörðun byggingaryfirvalda. Fyrir liggur að meðeigandi er andvígur stækkun svalanna, sbr. bréf dags. 6. ágúst 2010.