Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að flytja Norðurpólinn, sem er bárujárnsklætt timburhús á einni hæð með risi og steyptum kjallara, byggt 1904 og stóð á Hverfisgötu 125 en hefur nú verið endurbyggt, að utan að mestu, á lóð nr. 124 við Laugaveg og innrétta fyrir veitingastað í flokki II.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 14.6.2010, Minjasafns Reykjavíkur dags 16.6.2010 og svör arkitekts við athugasemdum á umsóknarblaði.
Stærðir: Kjallari 66,1 ferm., 1. hæð 63,4 ferm., rishæð 38,9 ferm., samtals 168,4 ferm., 482 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 37.114