(fsp) Æsufell 2 - breytingar í stigagangi og gluggum
Asparfell 2-12 04.68.100.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Málsaðilar
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
Byggingarfulltrúi nr. 591
15. júní, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Spurt er hvort færa megi glugga úr skoti og út í útvegg á öllum hæðum og steypa plötur á milli hæða í skotinu í fjölbýlishúsi nr. 2 við Æsufell á lóð nr. 2-12 við Asparfell og nr. 2-6 við Æsufell.
Svar

Jákvætt.
Að færa vegg út, þó ekki alla leið. Sækja verður um byggingarleyfi sem fylgja þarf samþykki allra meðeigenda því að um útlitsbreytingu og stækkun er að ræða á húsinu. Að áliti embættis byggingarfulltrúa er mun hagkvæmara fyrir eigendur að endurnýja núverandi glugga óbreytta því þá þarf ekki að leggja í kostnað við hönnun og dýra verkframkvæmd. Ekki þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir endurnýjun núverandi glugga.