breyta atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Einholt 2 01.24.410.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 13 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 631
12. apríl, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja fernar svalir, innrétta sex íbúðir og byggja sólpalla á baklóð atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Einholt.
Erindi fylgir umboð meðlóðarhafa dags. 11. október 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103179 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008695