Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að rífa bakhús við Skólastræti 1 og byggja viðbyggingu við Þingholtsstræti 2-4, milli þess og Skólastrætis 1, steinsteypt íbúðahótel með 20 íbúðareiningum, þrjár hæðir og kjallara á sameinaðri lóð nr 2-4 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir brunahönnun, forhönnun frá VSI dags. 7. október 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. október 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2010.
Niðurrif: Mhl. 02 fastanr. 200-4340 merkt 0101 trésmiðja 197,5 ferm.
Nýbygging: Kjallari, 1. 2. og 3. hæð eru allar 191,9 ferm., 4. hæð 9,9 ferm.
Samtals viðbygging: 777,5 ferm., 2.378 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 183.106