viðbygging
Þingholtsstræti 2-4 01.17.020.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 13 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 627
15. mars, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að rífa bakhús við Skólastræti 1 og byggja viðbyggingu við Þingholtsstræti 2-4, milli þess og Skólastrætis 1, steinsteypt íbúðahótel með 20 íbúðareiningum í flokki II, þrjár hæðir og kjallara á sameinaðri lóð nr 2-4 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 22. febrúar 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. október 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2010. Meðfylgjandi einnig umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 1. febrúar 2011.
Einnig fylgir yfirlýsing byggingastjóra og teikningar af fyrirhugaðri bráðabirgðaflóttaleið dags. 22. desember 2010 og umboð byggingastjóra dags. 20. desember 2010.
Niðurrif: Mhl. 02 fastanr. 200-4340 merkt 0101 trésmiðja 197,5 ferm.
Nýbygging: Kjallari, 191,9 ferm.,1., 2. og 3. hæð eru allar 176,6 ferm., 4. hæð 9,5 ferm.
Samtals viðbygging: 731,2 ferm., 2.204,8 rúmm.
Greiða skal fyrir 10,7 bílastæði í flokki II @356.567,43.
Samtals kr. 3.815.272.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 8.000 + 176.384
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Landnúmer: 101333 → skrá.is
Hnitnúmer: 10076263