breytingar á hóteli
Nauthólsvegur 50 01.61.960.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 614
30. nóvember, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta og endurnýja í kjallara svæði sem tengist sundlaugarrými, 1. hæð ráðstefnu- og veitingasölum, stækkun anddyri við inngang, stækka útipall á vesturhlið og setja álrimla utan á austur útvegg á Hótel Loftleiðir á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25 nóv. 2010 fylgir.
Stækkun: 6,4 ferm., 17,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.347
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.