Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurnýja anddyri við kjallarainngang og útitröppur á 1. hæð við norðurgafl og sameina matshluta 01 og 02 í einn og samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi með einni íbúð í viðbyggingu og þrem íbúðum í aðalhúsi, einni á hverri hæð, í íbúðarhúsi á lóð nr. 40 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda, bréf arkitekts dags. 20.12. 2011, áætlun um endurbætur, eignaskiptasamningur dags. 5. jan. 1993, kaupsamningur og afsal dags. 5. jan. 1993, yfirlýsing um skipti á dánarbúi dags. 21. okt. 1974, virðingarmöt dags. 21.5. 1930, 1.4. 1951 og 30.4. 1980, íbúðarskoðun fyrir kjallaraíbúð dags. 9.9. 2000.
Gjald kr. 7.700