nr. 21-23 klæðning
Torfufell 21-35 04.68.610.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 618
11. janúar, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að klæða allar hliðar með sléttri og báraðri álklæðningu á álgrind, ekki verður einangrað undir klæðningu og að breyta svölum í svalaskýli í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21-35 við Torfufell.
Fundargerð húsfélagsins Torfufelli 21-25 dags. 15. sept. 2010 óundirrituð, bréf frá hönnuði dags. 28. nóv. 2010, samþykki sumra dags. frá 9. okt. 2010, úttektarskýrsla um brunavarnir dags. 16 des. 2010 umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. des. 2010, bréf frá hönnuði dags. 14. des. 2010 og 5. jan. 2011 og umboð frá eiganda íbúðar í nr. 21 0201 og 0202 dags. 21. sept. 2010 og 9. okt. 2010 fylgir.
Stærðir svalaskýla samtals: 135,6 ferm., 362,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 27.936
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

111 Reykjavík
Landnúmer: 112342 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023673