mæliblað
Ferjuvogur 2 - Gnoðarvogur 43 00.00.000.0
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 615
7. desember, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Ferjuvogur 2, Gnoðarvogur 43 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 1. des. 2010. Breytingin í megindráttum er að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir. Breytingin fellst nánar í því að fyrst er 38 m2 teknir af lóðinni og lagðir við lóðina Karfavog 26-28 (sem þegar hefur fengið þessa stækkun), síðan er 6 m2 bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), og þá er allri lóðinni skipt í tvær lóðir, Ferjuvogur 2 (landnr. 105399, staðgreinir 1.440.101) sem verður 11248 m2 og í Gnoðarvog 43, ný lóð (landnr. 219761, staðgreinir 1.440.301) sem verður 13389 m2. Samanber samþykkt borgarráðs um deiliskipulagsbreytingu, dagsett 30. sept. 2004 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dagsett 20. okt. 2004. Samanber samþykkt borgarráðs, dagsett 4. júní 2009, og auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. sept. 2009.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

104 Reykjavík
Landnúmer: 105399 → skrá.is
Hnitnúmer: 10056736