Frestað.
Þær breytingar sem sótt er um lúta að lokun útgönguleiða úr kjallara hússins í því skyni að lækka fjárhæð gatnagerðisgjalds og þeim húshluta. Í 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Reykjavík nr. 725/2007 eru taldar undantekningar frá greiðslu gatnagerðagjalds. Þar segir í lið a) Af kjallararýmum íbúðarhúss skal greiða 25% af venjulegu gatnagerðagjaldi en sé rýmið gluggalaust og aðeins gengt í það innan frá. Sú breyting sem sótt er um breytir því ekki fjárhæð gatnagerðagjalds. Umsækjanda er hér með bent á að hægt er að semja um greiðslu gatnagerðagjalds og er það á verksviði skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs. Jafnframt skal ítrekað að embætti byggingarfulltrúa gerir kröfur til þess að málinu verði lokið þannig að ekki þurfi að koma til beitingar þvingunarúrræða vegna þess.