(fsp) gaflveggur
Klapparstígur 17 01.15.240.2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Málsaðilar
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Byggingarfulltrúi nr. 619
18. janúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Spurt er til hvaða ráðstafana eigi að grípa til að forða hruni steinbæjar á lóð nr. 19 þegar brunagafl sem liggur að þeirri lóð verður rifinn til að byggja nýtt fjölbýlishús á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 21, desember 2010 og tölvupóstar dags. 4., 12. og 15. desember 2010.
Svar

Bókun byggingarfulltrúa:
Lóðarhafar á lóðinni Klapparstíg 17 hafa óskað eftir skýrri afstöðu borgaryfirvalda vegna norðurgafls steinbæjarins á lóð nr. 19 við Klapparstíg, en gaflveggurinn er í lóðamörkum. Komið hefur í ljós að upprunalegur gaflveggur hefur verið fjarlægður, líklega við byggingu húss nr. 17 árið 1906. Þá hefur verið hlaðinn nýr gafl úr steyptum steinum og að hluta úr tilhöggnu grágrýti. Að ósk byggingarfulltrúa komu á staðinn forstöðumaður Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur þann 14. janúar sl. Að þeirra áliti breytir hin nýja vitneskja, að gaflvegginn vanti í steinbæinn, engu um varðveislugildi hans. En áður var vitað að langveggur austurhliðar hafi verið fjarlægður. Niðurstaða embættis byggingarfulltrúa er því sú að núverandi steinhleðsla í norðurgafli steinbæjarins verði óhreyfð og hús nr. 17 byggt að gaflinum. Þetta má gera með ýmsum hætti t.d. að fyrst verði steyptur sökkulveggur að gaflinum og innundir gaflvegg þar sem þess er þörf. Eftir að komið er upp fyrir gólfkóta steinbæjarins kemur til greina að staðsteypa suðurgafl húss nr. 17 í áföngum vegna þrýstiálags eða reisa suðurgafl úr forsteyptri veggeiningu. Þessar aðferðir hafa til þessa verið nýttar við líkar aðstæður. Fleira getur komið til greina að ráði burðarvirkisráðgjafa byggjanda á Klapparstíg 17 en hann verður að koma að málinu vegna vals á aðferðum og gefa fyrirmæli um verkfyrirkomulag og gera viðeigandi uppdrætti hvaða aðferð sem valin verður. Ber byggjandi fulla ábyrgð á því að valda ekki skemmdum á byggingu nr. 19 með aðgerðum sínum. Eftir að bygging húss nr. 17 hefur náð upp fyrir mænishæð steinbæjarins verður að fjarlæga þá hluta steinhleðslu sem nær upp fyrir þakfleti hans og loka samskeytum með vandlega útfærðri flasningu. Þetta verk verður byggjandi á lóð nr. 17 að framkvæmda í samráði við eigendur Klapparstígs 19. Reykjavíkurborg mun ekki koma að verkinu utan reglugerðabundinna úttekta.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101048 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025787