endurgerð húss og viðbygging
Laugavegur 46 01.17.310.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 13 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 630
5. apríl, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurgera allt húsið í sem næst upprunalegri mynd að utan, verslun á 1. hæð og 5 íbúðir á 2. og 3. hæð og að byggja við það á 1. hæð bakatil á lóð nr. 46 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN042551 dags. 1. febrúar 2011 með umsögnum Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur. Einnig bréf arkitekts dags. 18. febrúar 2011
Stærðir: Stækkun 36,3 ferm., 173,8 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 372,4 ferm., 1.212,8 rúmm.
Gjald 8.000 + 13.904
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.